4.5.2007 | 17:32
Fyndnast er hverjir blogga
Var að skoða fleiri fréttir í svipuðum dúr í óformlegri rannsókn á eigin vegum og komst að því að þeir sem blogga mest um svona féttir er fólk sem finnur sig knúið til að lýsa opinberlega yfir andstyggð sinni eða vanþóknun á hverri þeirri frægu persónu sem á í hlut hverju sinni. Ef þetta ágæta fólk er svona andsnúið þessum einstaklingum af hverju er það þá að lesa þessar fréttir og eyða tíma sínum í að blogga um það? Gæti verið að það sé þjóðfélagsleg pressa að líka illa við alla þá sem eiga einhverjum vinsældum að fagna meðal unglinga? Er fólk í afneitun á eigin aðdáun? Eða finnst fólki einfaldlega svona gaman að sóa tíma í eitthvað sem það þolir ekki?
Bara að pæla.
![]() |
Timberlake vill hætta í poppinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2007 | 15:35
Hundar...
![]() |
Sextíu kíló af kókaíni fundust í bílageymslu lögreglunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 15:27
Flutt á Sólina
Þá erum við flutt í nýja húsnæðið. Mikið óskaplega er það notalegt, jafnvel þótt enn vannti eldhús og bað. Ætluðum að kaupa innréttingu í IKEA en þegar við vorum að ganga frá pöntuninni kemur í ljós að það er ekki til einn skápurinn sem við getum ómögulega verið án og erum við því alveg lens núna. IKEA er samt fín verslun. Verslun fólksins.
Þar sem aðeins eru 4 dagar frá því við fluttum formlega er óhætt að segja að við búum í pappakössum. Símalínan er þó komin í gagnið, ísskápurinn kominn í hús og búið er að panta myrkvunartjöld í svefnherbergisgluggann. Versluðum hjá Pílugluggatjöldum þegar við keyptum fyrstu eignina og gerðum það líka núna, enda verðið hjá þeim með eindæmum gott og varan og þjónustan í háum gæðum. Ísskápinn keyptum við hjá Rönning, verulega töff 50's skáp sem var mun ódýrari en aðrir sambærilegir skápar. Fengum líka fína þjónustu.
Mér finnst svo gaman að dreifa boðskapnum um fyrirtæki sem veita þjónustu, vöru og verð sem þau geta verið stolt af. Ég er nefnilega alltof dugleg að tala bara um það þegar mér er misboðið en er ekki nógu oft að segja fólki frá góðum stöðum til að stunda viðskipti sín. En nú er samviska mín betri, ég er búin að rétta þetta af.
En, hvað sem verslunum líður þá erum við fjölskyldan hægt og rólega að rétta úr krumpuðum rótunum svo að við getum skotið þeim níður á ný á Sólinni. Það var svolítið skrítið að yfirgefa fyrstu íbúðina sína í síðasta skiptið en það er líka gaman að koma sér fyrir að nýju.
Jæja, það er nú aldeilis príðilegt að babbla um ekki neitt þegar ég á að vera að læra fyrir prófið á mánudaginn. Ég er hætt. Wish me luck.
Þar til næst, góðar stundir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2007 | 21:52
athyglisvert
![]() |
Óútskýrð ólykt í Bergen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2007 | 13:36
Ein færsla enn, svona í tilefni dagsins:
![]() |
Anthony Hopkins tekur þátt í herferð gegn hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2007 | 13:08
Ryksugan á fullu étur alla drullu....
íbúðin er hægt og rólega að komast í stand. Búið er að gera ansi margt svo að svo megi teljast. Byrjuðum á því að rífa allt parketið, elhúsinnréttinguna, baðherbergis hurðina, allar físar af gólfi og veggjum inni á baði, mála alla veggi, leggja nýtt parket og lakka fyrstu umferð yfir það.
Og nú er bara að flytja inn og reynsluaka lífi án eldhúss og án baðaðstöðu. Til að leiðrétta allan misskilning þá er það bara baðið sem vantar en salerni til staðar, það er bara ekki hægt að loka að sér meðan maður teflir við páfann. Einnig er það eðli málsins samkvæmt að ef engin er eldhúsinnréttingin þá er hvorki vaskur né í okkar tilfelli eldunaraðstaða þar sem hún samanstendur af innbyggiofni og helluborði sem stendur ekki án innréttingar. Pizza í öll mál?
Kærar þakkir til allra okkar velunnara sem hafa hjálpað okkur með þetta allt saman, við gætum ekki flutt inn ef það væri ekki fyrir alla þá hjálp sem við höfum fengið frá fjölskyldum okkar! Mamma, Pabbi, Hansi, Aldís, Rebekka og Guðjón: þið hafið unnið eins og skepnur við að hjálpa okkur og þið eruð hetjurnar okkar!! Og ekki má gleyma ómetanlegri aðstoð frá mágkonu minni og svila, þeim Guðrúnu og Sigurþóri sem hafa reddað ólíklegustu hlutum fyrir okkur og gert okkur kleift að geta farið í þessar framkvæmdir í þeim skala sem raun ber vitni. Takk fyrir okkur!
Nú bið ég ykkur að undra ekki þótt aftur líði langt milli færslna þar sem framkvæmdir og flutningar taka upp mest allan minn tíma þessar vikurnar.
Og að lokum kann ég ekki að birta myndir og hef ekki tíma núna til að finna út úr því svo það þarf bara að smella á hverja mynd fyrir sig til að skoða. Þar til næst, góðar stundir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 00:10
Úrval Útsýn og......Krít??
Það er nokkuð sem ég þoli ekki í auglýsingum og það eru villandi upplýsingar til að blekkja viðskiptavininn. Um þessar mundir er auglýsing sem gengur í sjónvarpinu frá Úrval Útsýn. Þar eru auglýstar ferðir til Krítar á hagstæðu verði, og ég rengi það ekki að verðið sé sanngjarnt, enda hef ég ekki kynnt mér það neitt. Það er myndbandið sem angrar mig. Þarna eru sýndar gullfallegar myndir frá litlum klettaþorpum, þá er gamall maður á asna sem ferðast um gamla suðræna vegi, ótrulega fagurt útsýni yfir blá þök húsa byggðum í brekkunum og handan þeirra hafið og fagurt nes. Allt einstaklega heillandi og gríðarlega aðlaðandi, sem er ekki furða þar sem allar myndirnar eru frá eyju sem heitir Santorini og hefur verið kosin af mörgum ferðahandbókum/-vefsíðum sem ein fegursta eyja heims.
Þetta er Grísk eyja sem er agnarsmá, skeifulaga (nesið sem sést í útsýnis myndbrotinu) og er með enn smærri eldfjall/eyju í miðjunni. Þangað hef ég blessunarlega komið og dvalið um stund en þar sem eyjan er, eins og áður sagði, agnarsmá þekkti ég hana um leið. Þarna er lítið um bílaumferð, nema á milli bæja, þar sem stígarnir eru of brattir og þröngir til að hægt sé að keyra eða hjóla um þá, og því fara asnar með hlutverk almenningsvagna. Þar er einnig að finna einstakar svartar, rauðar og hvítar strendur þar sem þetta er jú eldfjallaeyja.
Ég hef líka komið til Krítar og þetta er ekki samanberanlegt. Santorini er hrein og falleg og frekar ósnortin eyja þar sem flestir ferðalangar koma bara í dagsferð á ferjum frá túristastöðunum, en eins og flestir vita (hvort sem þeir hafa komið þangað eða ekki) þá er Krít ansi mikil túristakista sem hefur tapað miklu af sínum upprunalega sjarma. Það tekur nokkra klukkutíma að sigla þarna á milli og er það því ekki fyrir sjóveika (né barnafólk) að leggja það á sig. Þetta er í raun ekki ósvipað því að auglýsa ferð til Philadelphiu eða Newark og sýna vel valdar myndir frá New York til að heilla/plata kaupandann.
Þetta er einfaldlega lúalegt, ég get ekki setið á þeirri skoðun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2007 | 23:27
Svona frá fræðilegu sjónahorni: Hvernig?
Svona fræðilega séð, hvernig tekur maður augun úr einhverjum? Það þarf töluvert átak bara til að ná auglokunum opnum, þ.e.a.s. ef að manneskjan er ekki meðvitundarlaus, og svo eru augu líka örugglega sleip viðkomu og þarf því að taka fast um þau til að rífa þau út. Þau eru þar að auki ekki beinlínis laus og geta dottið út hvenær sem er svo það þarf væntanlega smá átak til að slíta taugina og annað sem heldur auganu á sínum stað. Svo lét hann ekki nægja að ganga í gengum allt þetta vesen til að ná einu úr, heldur hefst svo handa við að rífa hitt úr líka.
Það er líklega ekki hægt að bera við stundarbrjálæði, fyrirhöfnin virðist nefnilega töluverð. Maðurinn er sumsé að öllum líkindum snargeðveikur og stórhættulegur umhverfi sínu.
Vona að hann komi ekki til Íslands þegar hann verður rekinn frá Frakklandi.
![]() |
Dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að rífa augun úr eiginkonu sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.3.2007 | 14:01
Var ekki pláss annars staðar!?
Furðuleg afsökun, hún hlýtur að hafa setið einhvers staðar þegar hún lést, og jafnvel þá hjá einhverjum sem þekkti hana og er þá kannski ekki eins illa við að hafa hana látna við hlið sér. Ég mundi verða fokill af ég hefði borgað 400.000 krónur fyrir miðann minn og svo hefði verið plantað líki við hliðina á mér. Ég geri mér grein fyrir því að flugliðarnir hafa verið þarna í mjög erfiðri stöðu og ef ég hefði lent í þessu hefði ég reynt að rýma sætaröð og leggja hana þar, en fyrst það var ekki hægt skil ég ekki hvers vegna hún var flutt á milli sæta yfir höfuð.
Þetta er nú bara mín skoðun.
![]() |
Flugfarþegi vaknaði við hliðina á líki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2007 | 23:21
Hver neitar barni um að fá að pissa?
Svona fólk hlýtur að eiga eitthvað bágt í sálinni, tímaáætlun afsakar ekki með nokkru móti að niðurlægja drenginn með þessum hætti.
![]() |
Pissaði á rútugólfið þegar bílstjórinn neitaði að stoppa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)