Mögnuð kona

Ég man enn hve mikið sjokk það var að frétta af morðinu á henni í fyrra. Ekki það að það hafi ekki verið í loftinu að menn vildu hana dauða - enda hafði verið gerð morðtilraun stuttu áður - en maður hafði bara trú á því að hún mundi einhvernvegin sleppa lifandi út úr þessu.

Ég sá viðtal við hana um það leiti sem hún snéri aftur til Pakistan (í 60min?) þar sem hún var spurð að því af hverju hún snéri aftur vitandi það að menn vildu hana feiga. Hún svaraði því um hæl að baráttumál hennar væri stærra en svo að hún gæti leift sér að óttast um sitt líf - aðeins eitt líf á móti svo mörgum. Maður hennar sagði þá aðspurðum um hvað honum fyndist um þetta, að hann væri ekki kvæntur Bhutto ef hún væri ekki hún - hugrökk kona með hugsjónir og baráttuvilja fyrir réttlætinu.

Mikill missir af magnaðri konu.

 

 

Ég væri alveg til í að eiga einn svona Bhutto pening.


mbl.is Bhutto á pening
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

rebellyon

Amanda Palmer - mynd: Cheap Thrills Boston Vegna þeirrar fásinnu Roadrunner Records að vilja meina það að maginn á Amöndu Palmer sé of feitur til að sýna í myndbandi, brutust út eins konar mótmæli meðal áhangenda hennar. Upphafið af þessu var einn aðdándi sem í mótmælaskyni birti mynd af maga sínum til að vekja athygli á því að það væri ekkert að maganum á frk. Palmer. Fyrr en varði fór að rigna inn myndum frá fólki og hefur nú verið sett upp síða til að halda utan um batteríið. Þessi mótmæli urðu svo kveikjan að ákveðinni vakningu í mallakútamálum og heilbrigðri sjálfsmynd.

Það má því segja að svo kjánalegt sem upphafið af þessu var, þá hafi það samt sem áður leitt eitthvað jákvætt af sér.

Þess má til gamans geta að Palmer hafði betur og var umrætt myndband ekki klippt til, maginn fékk því að vera með eftir allt - útgefendunum í óþökk.


Batnandi þjófum er best að lifa

Það er of lítið um góðar fréttir, en þessi var skemmtileg. Fannst mér allavega.
mbl.is Þjófur býðst til að greiða skaðabætur 25 árum síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mig langar í svona


Sem kvartbauni

veit ég ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Mér nú samt í fullri hreinskilni einungis hlátur í huga. Það þýðir ekkert annað á þessum "síðustu og verstu" eins og menn segja gjarnan þessa dagana.

 

Ekki nema að það séu baunagenin sem eru að brjótast um í hláturtaugum mínum?


mbl.is Söfnun fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja

þá er bara einkavæðingin gengin til baka. Bankastarfsmenn gærdagsins eru ríkisstarfsmenn dagsins í dag. Líf mitt hefur kannski ekki tekið miklum stakkaskiptum - ekki ennþá allavega.

Gleðilegt þykir mér þó að krónan hefur styrkst og bensínverð lækkað.

 

Sjáum hvað setur.


Þetta var

nú frekar loðið. Nú er bara að bíða eftir frumvarpinu. Það er allt að gerast á frónni.

kl. 16:00

heldur Gair H. Haarde ávarp um aðgerðaráætlanir ríkisins - ef það er ekki þegar of seint að hífa andlit okkar upp úr forinni.

Trallaræ!

Ég komst loksins inn á bloggið mitt. Ég sendi reyndar fyrirspurn um þetta vandamál til umsjónarmanna moggabloggs. Sagði viðkomandi frá því hvernig ég dytti alltaf strax út aftur þegar ég skráði mig inn og að þetta væri búið að vera til vandræða um nokkurt skeið.

Hann sendi mér svarpóst sem hljóðaði svona: "Ertu búin að prófa að slökkva og kveikja á vafraranum þínum?"

Ég veit í raun ekki hvað gaf manninum þá hugmynd að ég væri fáviti, en eitthvað var það. Hins vegar er þetta allavega komið í lag núna.

 

Þannig að.....

 

 

jibbí

 

 

jei


Costa Rica, here I come!

ég veit í raun ekki hvort er verra; maðkurinn eða sögumaðurinn og tónlistin. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband