Færsluflokkur: Bloggar

athyglisvert

Ætli borgarbúar séu á sama fæði og verkamennirnir á Kárahnjúkum?
mbl.is Óútskýrð ólykt í Bergen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein færsla enn, svona í tilefni dagsins:

Ég verð stuttorð: Gott hjá honum!
mbl.is Anthony Hopkins tekur þátt í herferð gegn hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ryksugan á fullu étur alla drullu....

íbúðin er hægt og rólega að komast í stand. Búið er að gera ansi margt svo að svo megi teljast. Byrjuðum á því að rífa allt parketið, elhúsinnréttinguna, baðherbergis hurðina, allar físar af gólfi og veggjum inni á baði, mála alla veggi, leggja nýtt parket og lakka fyrstu umferð yfir það.
Og nú er bara að flytja inn og reynsluaka lífi án eldhúss og án baðaðstöðu. Til að leiðrétta allan misskilning þá er það bara baðið sem vantar en salerni til staðar, það er bara ekki hægt að loka að sér meðan maður teflir við páfann. Einnig er það eðli málsins samkvæmt að ef engin er eldhúsinnréttingin þá er hvorki vaskur né í okkar tilfelli eldunaraðstaða þar sem hún samanstendur af innbyggiofni og helluborði sem stendur ekki án innréttingar. Pizza í öll mál?

Kærar þakkir til allra okkar velunnara sem hafa hjálpað okkur með þetta allt saman, við gætum ekki flutt inn ef það væri ekki fyrir alla þá hjálp sem við höfum fengið frá fjölskyldum okkar! Mamma, Pabbi, Hansi, Aldís, Rebekka og Guðjón: þið hafið unnið eins og skepnur við að hjálpa okkur og þið eruð hetjurnar okkar!! Og ekki má gleyma ómetanlegri aðstoð frá mágkonu minni og svila, þeim Guðrúnu og Sigurþóri sem hafa reddað ólíklegustu hlutum fyrir okkur og gert okkur kleift að geta farið í þessar framkvæmdir í þeim skala sem raun ber vitni. Takk fyrir okkur!

Nú bið ég ykkur að undra ekki þótt aftur líði langt milli færslna þar sem framkvæmdir og flutningar taka upp mest allan minn tíma þessar vikurnar.
Og að lokum kann ég ekki að birta myndir og hef ekki tíma núna til að finna út úr því svo það þarf bara að smella á hverja mynd fyrir sig til að skoða. Þar til næst, góðar stundir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Svona frá fræðilegu sjónahorni: Hvernig?

Svona fræðilega séð, hvernig tekur maður augun úr einhverjum? Það þarf töluvert átak bara til að ná auglokunum opnum, þ.e.a.s. ef að manneskjan er ekki meðvitundarlaus, og svo eru augu líka örugglega sleip viðkomu og þarf því að taka fast um þau til að rífa þau út. Þau eru þar að auki ekki beinlínis laus og geta dottið út hvenær sem er svo það þarf væntanlega smá átak til að slíta taugina og annað sem heldur auganu á sínum stað. Svo lét hann ekki nægja að ganga í gengum allt þetta vesen til að ná einu úr, heldur hefst svo handa við að rífa hitt úr líka.
Það er líklega ekki hægt að bera við stundarbrjálæði, fyrirhöfnin virðist nefnilega töluverð. Maðurinn er sumsé að öllum líkindum snargeðveikur og stórhættulegur umhverfi sínu.

Vona að hann komi ekki til Íslands þegar hann verður rekinn frá Frakklandi.


mbl.is Dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að rífa augun úr eiginkonu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var ekki pláss annars staðar!?

Furðuleg afsökun, hún hlýtur að hafa setið einhvers staðar þegar hún lést, og jafnvel þá hjá einhverjum sem þekkti hana og er þá kannski ekki eins illa við að hafa hana látna við hlið sér. Ég mundi verða fokill af ég hefði borgað 400.000 krónur fyrir miðann minn og svo hefði verið plantað líki við hliðina á mér. Ég geri mér grein fyrir því að flugliðarnir hafa verið þarna í mjög erfiðri stöðu og ef ég hefði lent í þessu hefði ég reynt að rýma sætaröð og leggja hana þar, en fyrst það var ekki hægt skil ég ekki hvers vegna hún var flutt á milli sæta yfir höfuð.

Þetta er nú bara mín skoðun.


mbl.is Flugfarþegi vaknaði við hliðina á líki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver neitar barni um að fá að pissa?

Þetta er líklega eitt það fáránlegasta sem ég hef heyrt í langan tíma. Hvers konar kvikindisskapur er það að segja barninu að hann yrði skilinn eftir aleinn og allslaus ef eftir honum yrði látið að stoppa til að pissa, og tek ég fram að ég er hreinlega ekki viss um að ég komist svo vel að orði að kalla þetta að "láta eftir honum" þar sem ekki er verið að tala um að dekra drenginn á nokkurn hátt, heldur hreinlega að leyfa honum að sinna frumþörfum líkamans.
Svona fólk hlýtur að eiga eitthvað bágt í sálinni, tímaáætlun afsakar ekki með nokkru móti að niðurlægja drenginn með þessum hætti.
mbl.is Pissaði á rútugólfið þegar bílstjórinn neitaði að stoppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilraun til hvalbjörgunar

Verð að segja að þessi frétt á einstaklega vel við, svona til hliðsjónar af fyrri færslu dagsins . Ég fagna því að það sé verið að reyna að bjarga dýrinu, en þykir samt sorglegt að maðurinn skyldi drukkna við tilraun þess. Björgum hvölunum!
mbl.is Drukknaði þegar hann reyndi að bjarga hval
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steipireiður

Mig langar að tileinka fyrstu færsluna mína þessum stórkostlegu dýrum, sem senn munu líklega hverfa okkur að eilífu. Ekki er svo langt síðan að 300.000 hvalir syntu um höfin en í dag eru aðeins 3% þeirra eftir og fækkar stöðugt vegna áhrifa mengunnar okkar mannfólksins.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband