Færsluflokkur: Bloggar

Ég var að lesa...

...bækur sem ég keypti á góðum prís (miðað við íslenskt verðlag) á kauphlaupi nú í byrjun máðarins. Ég keypti að vísu fleiri bækur, en er hins vegar bara búin að lesa þessar tvær sem ég hef hugsað mér að fjalla lítillega um á þessari stundu. Af hverju núna, klukkan hálf þrjú að nóttu? Jú, vegna þess að í svona lítilli íbúð verða allir að vaka ef einn skal vaka og í nótt er NBA leikur. Ergo, ég þarf að finna mér eitthvað til dundurs næsta klukkutímann í viðbót. Að minnst kosti.

Fyrst langar mig að fjalla um Shanghai Baby eftir Wei Hui. Ástæðan fyrir vali þessarar bókar var einföld: hún gerist í Kína og er skrifuð af kínverskri konu. Annað skipti mig ekki máli þegar ég valdi hana, mér gekk það eitt til að fá smá innsýn inn í hugarheim samtímamanneskju frá Kína.
Bókin var bönnuð í Kína en hefur selst ágætlega annars staðar, kannski ekki síst vegna þess að á bókakápunni er greint frá þessu banni. Ástæðan lætur ekki á sér standa, því það þarf ekki að fletta mörgum blaðsíðum fyrr en nánar lýsingar á kynlífi skjóta upp kollinum, en þær eru svo gegnum gangandi út alla bókina. Söguþráðurinn er ekki flókinn og frekar fyrirsjánlegur, en sögumaðurinn er ung stúlka, Coco, borin og barnfædd í Shanghai sem er suðupottur blandaðra áhrifa frá vestrænum og kínverskum menningarheimum og hefur verið það svo elstu menn muna. Þessi menningar-ringulreið veldur tilfinningalegum bylgjum þar sem kynslóðabil og ólíkar áherslur valda því að Coco, eins og svo margir jafnaldrar hennar, týnir tengslunum við innra sjálf og eigin áherslur og viðmið. Hún á í ástríku sambandi við sambýlismann sinn - eiturlyfjaánetjaðann listamann- en vegna mikilla rofa og erfiða í uppeldi hans getur hann ekki staðið undir skildum sínum í kynlífinu og ekki líður á löngu þar til Coco seðjar losta sinn í ókunnu rúmi. Hún lifir nú þreföldu lífi, Lífinu sem foreldrar hennar fá að sjá, lífinu með sambýlismanni sínum og lífinu með elskhuga sínum. Endirinn er þó ekki eins skyldur Rauðu Seríunni og lungann úr bókinni og bætti hana örlítið upp og þó hún verði seint flokkuð sem ein af mínum bestu lesningum þá var þetta svosem ágætis afþreyjing. Ég held samt í fullri hreinskilni að líflegar lýsingarnar af götunum og lífinu í Shanghai vegi þyngra en sagan sjálf.

Hin bókin heitir The Bone Parade og er eftir Mark Nykanen. Ég hafði aldrei lesið "psychothriller" áður og þegar ég sá eina slíka á tilboði ákvað ég að slá til. Ég gerði það sem mér þykir nauðsynlegt að gera reglulega og las ekki aftan á hana. Það er svo gaman að vita ekkert um hvað maður er að fara að lesa. Ég ætla að vara fólk við að ef það ætlar að lesa bókina ætti það ekki að lesa þessa færslu, ég kem til með að kjafta frá endinum að hluta.
Sagan gerist í Bandaríkjunum og er sögð frá nokkrum sjónarhornum. Bókin nánast þjófstartaði þar sem sögumaður í fyrstu persónu dregur mann beint inn í brenglaðan hugarheim sinn og leiðir lesandann beint inn í hryllilega árás með enn verri ásetningi. Árásarmaðurinn er heimsfrægur skúlptúr listamaður sem hefur hlotið frægð sína fyrir bronsstyttur sem sýna hryllilegar þjáningar holds og sálar með sterkum fettum, strengjum og spennu manslíkamans. Það sem enginn hins vegar veit er að til að ná þessu fram sker hann ekki líkön úr leir heldur gerir hann mót af líkömum fórnarlamba sinna í dauðakippunum. Plottið er spennandi og magnþrungið og á tímabili fannst mér ég ekki geta lesið nógu hratt, spennan var slík. En upp úr miðri bók er eins og höfundur missi taktin í sálfræðitryllinum og gleymi sér yfir fantasíum um ólögráða unglingstúlkur og pervertískar kynlífsathafnir. Hann meira að segja gengur svo langt að hoppa yfir nokkur mikilvægustu morðatriðin og stikklar þar einungis á stóru til að halda áfram með nákvæmar kynlíflýsingarnar. Hann missir tökin á plottinu en krafsar þó í bakkann og öðru hvoru nær hann aftur upp smá spennu, en á síðasta sprettinum missir hann endanlega takið. Það er engu líkara en hann hafi fallið á tímaprófi og skrifað endinn í hendingskasti án nokkurrar umhugsunar. Fullkomlega ófrumlegur og fyrirsjánlegur seinni hluti/endir með langdregnum aðdraganda og það sem jafnvel var verst var sérlega kómísk splatter-lýsing á afhausun og eftirstandandi líki með blóðgusur eins og gosbrunn uppúr höfuðlausum hálsinum, en taka skal fram að höfundinum var greinilega ekki hlátur í huga þegar hanns skrifaði þetta. Skyndilega er svo hoppað yfir í Happy Ending þar sem allir góðu kallarnir lifa hamingjusamir hönd í hönd (bónorð, fallegt hús, velgengni í starfi - nefndu það!) og rjóminn svo toppaður með síðustu síðunum af "eða hvað!..."-endi: ergo möguleikanum á framhaldi.
Bók sem í fyrstu lofaði góðu en féll algerlega flöt í endann. Ég mun ekki kaupa þriller aftur í bráð, ekki nema hann fái að minnsta kosti þrenn bókmenntaverðlaun og einróma lof verðra gagnrýnenda.

Næst sný ég mér að Flugdrekahlauparanum og hlakka mikið til, hugsa að hún eigi eftir að hreinsa hugann af þessari einkennilegu lesningu um pyntingar í dýflissum og unglingsstúlkur í hundaólum.

Góðar stundir.

P.S. Ef fyrirfinnast innsláttar-, stafsetningar- eða málfarsvillur þá kýs ég að kenna þreytunni um, en svo má alltaf rökræða það...


Noh!

Ætli hún hafi verið dæmd út frá íslensku kynferðisafbrota hegningarlögunum?
mbl.is París Hilton laus úr prísundinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sko stelpuna!

Það er ekki oft sem fyrirsætur láta pólitíska/merkilega hluti út úr sér, kannski ekki vegna þess að þær hafi ekki skoðanir, heldur eru þær einfaldlega ekkert að tjá þær opinberlega. Ástæðuna tel ég vera þá að það er eðli starfs þeirra samkvæmt að þurfa að ferðast vítt og breytt um heiminn og sé maður að viðra sterkar skoðanir sem móðgað geta yfirvöld eða þjóðfélagsshópa gæti maður átt erfitt uppdráttar í ákveðnum löndum eða jafnvel hreinlega ekki fengið að fara til þeirra. Nú er til dæmis ekki ólíklegt að Gisele Bundchen muni missa af stórum atvinnumöguleikum í strangkaþólskum ríkjum, þar á meðal Ítalíu, en þar er einmitt sérlega stór "tískuheimur" og mikilvægur vettvangur fyrir fyrirsætur sem og tískuhönnuði til að halda sér inni í leiknum. Þar af leiðandi sýnir þetta bæði dirfsku og hugrekki af hennar hálfu að sitja ekki á þessari skoðun sinni, og sannarlega mættu fleiri apa þennan leik eftir henni og standa upp gegn þessu rugli!
mbl.is Gisele Bundchen gagnrýnir kaþólsku kirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá léttleiki til að koma sumrinu af stað

Fyrir alla þá sem eiga í vandræðum þegar þeir fara að tjútta, þegar þið heyrið lagið, fílið það, finnið þörfina í útlimum ykkar til að hreyfa ykkur í takt við það en hreinlega finnið ekki taktinn innra með ykkur, finnið ekki réttu hreyfingarnar. Eins og þessi.... Þetta myndband er fyrir ykkur. Megi það nýtast ykkur um aldir alda.

Ég vona að móðir mín lesi þessa frétt ekki!

Hún mundi að öllum líkindum fá flog, vitandi það að litla barnið hennar (ég) verð þarna rétt norðan við landamæri N-Kóreu og Kína frá og með byrjun ágústs. Ansi hrædd um að langdræg skeyti næðu til mín þar. Ekki það að ég sé aðal-skotmark N-Kóreu. Ég vona þó að Kim Jong-il, ólíkt norskum karlmönnum, sé sjálfrátt og nái því að halda í sér sprengiþörfinni. Kannski að hann geti fundið útrásarleið í einum af þessum alræmdu tölvuleikjum? Hver veit.


mbl.is Norður-Kórea skýtur skammdrægum flugskeytum í átt að Japanshafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo er fólk að furða sig...

á því að nauðgunum fjölgi. Ég las einmitt nýverið grein í Fréttablaðinu sem tengdist umræddri könnun sem leiddi í ljós að sláandi hátt hlutfall karla taldi nauðganir vera á einhvern eða allan hátt fórnarlambinu sjálfu að kenna. Í þessari grein var verið að velta vöngum og brýna þörfina á því að finna út hvað það er í menningu ungra karlmanna sem gerir það að verkum að þeir eru haldnir þessum ranghugmyndum. Ég hugsa að hér sé einn þáttur í þessu fundinn. Það er eitt að þessi leikur sé í boði er ógeðfellt, en að menn skuli hafa lyst á að spila hann er ofar mínum skilningi.

Á hinn bóginn er það samt einfaldlega skírt merki um heimsku þegar menn hafa það viðhorf að nauðgun sé nokkurn hátt fórnarlambinu að kenna. Ég tek nú bara undir með blaðamanninnum sem spurði hvort það þýddi þá ekki að karlmönnum væri hreinlega ekki sjálfrátt? Og er það þá ekki tilfellið? Ef það er fórnarlambinu að kenna að vera beitt hryllilegu ofbeldi þá verður það að þýða að gerandinn er orðinn fórnarlamb, greyið litli kallinn sem bara missti alla stjórn á líkama sínum og nauðgaði konunni þvert gegn vilja sínum. Þessar konur ættu nú bara að skammast sín!

í alvöru, hvernig er hægt að vera svona treggáfaður?


mbl.is Nauðgunarþjálfun á Netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra fyrir Íslandi!

Við sönnum það nú enn og aftur að okkur hérna á Íslandi finnst bara allt í lagi að nauðga svolítið af og til. Það er greinilega enginn verri maður þótt hann djöflist aðeins og dóttur sinni eða bara einhverri stúlku/konu/barni sem hann kann að finnast girnileg bráð. Við höfum þó um það reglu að slá aðeins og puttana á þessum mönnum og segja "obb bobb bobb, komst upp um þig kjáninn þinn!" og eftir stutta dvöl frá borgarerlinum, þar sem þeir fá smá tíma til að endurskoða aðferðir sínar svo síður komist upp um þá, er þeim svo hleypt aftur út á meðal hugsanlegra fórnarlamba, endurnærðir og betur skipulagðir. Svona viljum við hafa þetta á Íslandi. Ekkert vesen. Allt í góðu lagi.

mbl.is Dæmdur í 3 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyndnast er hverjir blogga

Var að skoða fleiri fréttir í svipuðum dúr í óformlegri rannsókn á eigin vegum og komst að því að þeir sem blogga mest um svona féttir er fólk sem finnur sig knúið til að lýsa opinberlega yfir andstyggð sinni eða vanþóknun á hverri þeirri frægu persónu sem á í hlut hverju sinni. Ef þetta ágæta fólk er svona andsnúið þessum einstaklingum af hverju er það þá að lesa þessar fréttir og eyða tíma sínum í að blogga um það? Gæti verið að það sé þjóðfélagsleg pressa að líka illa við alla þá sem eiga einhverjum vinsældum að fagna meðal unglinga? Er fólk í afneitun á eigin aðdáun? Eða finnst fólki einfaldlega svona gaman að sóa tíma í eitthvað sem það þolir ekki?

Bara að pæla.


mbl.is Timberlake vill hætta í poppinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundar...

...hefðu verið sniðugir, efast ekki um að þjálfaður dópleitarhundur hefði ekki látið þessi 60kg fara fram hjá sér. Nema að dópið sé kannski nýrra en frá 2002. Bara pæling.
mbl.is Sextíu kíló af kókaíni fundust í bílageymslu lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flutt á Sólina

Þá erum við flutt í nýja húsnæðið. Mikið óskaplega er það notalegt, jafnvel þótt enn vannti eldhús og bað. Ætluðum að kaupa innréttingu í IKEA en þegar við vorum að ganga frá pöntuninni kemur í ljós að það er ekki til einn skápurinn sem við getum ómögulega verið án og erum við því alveg lens núna. IKEA er samt fín verslun. Verslun fólksins.

Þar sem aðeins eru 4 dagar frá því við fluttum formlega er óhætt að segja að við búum í pappakössum. Símalínan er þó komin í gagnið, ísskápurinn kominn í hús og búið er að panta myrkvunartjöld í svefnherbergisgluggann. Versluðum hjá Pílugluggatjöldum þegar við keyptum fyrstu eignina og gerðum það líka núna, enda verðið hjá þeim með eindæmum gott og varan og þjónustan í háum gæðum. Ísskápinn keyptum við hjá Rönning, verulega töff 50's skáp sem var mun ódýrari en aðrir sambærilegir skápar. Fengum líka fína þjónustu.
Mér finnst svo gaman að dreifa boðskapnum um fyrirtæki sem veita þjónustu, vöru og verð sem þau geta verið stolt af. Ég er nefnilega alltof dugleg að tala bara um það þegar mér er misboðið en er ekki nógu oft að segja fólki frá góðum stöðum til að stunda viðskipti sín. En nú er samviska mín betri, ég er búin að rétta þetta af.

En, hvað sem verslunum líður þá erum við fjölskyldan hægt og rólega að rétta úr krumpuðum rótunum svo að við getum skotið þeim níður á ný á Sólinni. Það var svolítið skrítið að yfirgefa fyrstu íbúðina sína í síðasta skiptið en það er líka gaman að koma sér fyrir að nýju.

Jæja, það er nú aldeilis príðilegt að babbla um ekki neitt þegar ég á að vera að læra fyrir prófið á mánudaginn. Ég er hætt. Wish me luck.

Þar til næst, góðar stundir!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband