Færsluflokkur: Bloggar

ég er enginn líffræðingur, en

þarf ekki tvo til við framleiðslu barna? Hann ætti kannski að banka aðeins í sjálfan sig líka.
mbl.is Myrti eiginkonu sína eftir að þau eignuðust þríbura
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott

að gerast ekki brotleg þegar ég dvel í Kína. Ætti að kynna mér lögin þar. Kannski. Eða vera bara skynsöm. Annars er ég á móti dauðarefsingum, alveg sama hver glæpurinn er. Rannsóknir sýna líka að Í samanburði við harðasta dóm á eftir dauðarefsingunni, þ.e. lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn, þá eru dauðarefsingarnar dýrari í rekstri og þær eru ekki meira fyrirbyggjandi. Svo eru þær líka óafturkræfar ef síðar kemur í ljós að viðkomandi var saklaus, en það gerist oftar en maður mundi vilja trúa. Þa´eru það líka venjulega ekki verstu glæpamennirnir sem fá þennan harða dóm heldur þeir efnaminni, þ.e. þeir sem ekki hafa efni á nógu góðum verjanda.
Best að drýfa sig í vinnuna. Það eru sko útsölur í gangi.
mbl.is Dæmdur til dauða í tengslum við þrælahald í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týndir þú hundi 7.-8.júlí?

Var á leið frá Keflavíkurflugvelli þegar ég þurfti að nauðhemla vegna fiðrildahunds á miðri götu. Þetta var árla morguns þann 8.júlí síðastliðinn. Sá var kaldur og hrakinn og skalf eins og lauf. Ég fór með hann til lögreglunnar. Vona að hann hafi komist heim til sín. Hann var ferlega sætur.
mbl.is Hundurinn Lúkas á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Transformers - fyrir alla sem muna níunda áratuginn!

Ég man níunda áratuginn. Man hann mjög vel. Man eftir grifflum, man eftir Shoe People, man eftir Xena - Queen of the Jungle og appelsínugulum varalit. Man eftir túperuðum toppum og marglituðum hanakömbum. Man eftir Björk í brúðarkjól að syngja um Önnu og ég man eftir lélegu tæknibrellunum í kynningunum í Skonrokki. Ég man eftir netabolum, man eftir skærbláum maskörum, neon skiltum og þríhyrningum út um allt.
Ég man eftir illa leiknum unglingamyndum um sólarhring af prakkarastrikum sem endaði samt alltaf vel - burstaklippti strákurinn fékk alltaf permanentuðu stelpuna. Í snjóþvegnum gallabuxum. Bæði tvö.

Ég man eftir Pretty in Pink og Teen-Witch. Man eftir Kolaportinu í bílastæðahúsinu við Kalkofnsveg og man eftir Björk að selja föt þar í bási og gulum krumpuefnis kjól sem við keyptum af henni á 50kr.
Man eftir krumpuefnis sundbolum. Man eftir nælonleggings og leikfimibol yfir, með þveng. Man eftir bolum og peysum sem vantaði neðri hlutann á. Man eftir ljósastofu í kjallara á Skólavörðustígnum þar sem rauð rör og hvít járnanet voru í hávegi höfð.

Ég man eftir Tokyo við Hafnastræti þar sem var selt Little Twin Stars, Hello Kitty og annað Sanrio dót. Man eftir reykvélum og spandex göllum. Man eftir undarlegri villikattatísku - ljón og tígrisdýr voru rosalega heit. Man eftir Vörumarkaðnum og stikum á Vesturlandsvegi milli Mosfelssveitar og Reykjavíkur. Ég man eftir 40 ára afmæli Kaupfélags Kjalarnesþings og 200 metra afmælistertu Reykjavíkurborgar.

Ég man eftir veðurfréttamönnum sem bentu á snúningskassa með priki og skröfuðu endalaust um vindstig. Ég man eftir falli Berlínarmúrsins. Man efti 19:19. Ég man eftir að syngja hástöfum með Suzana og Mamma Maskarar Augun.

Ég man eftir Galsa og appelsínu Topp ís. Man eftir kaðlapeysum með vængjum. Man eftir kínaskóm í Hagkaupum og hárskrauti sem fékk taglið til lyftast upp um fimm til tíu sentimetra. Man eftir haltu kjafti kúlum og fílakaramelluleiknum - rauð rönd undir gyllingunni veitti þér tíu karamellur í verðlaun. Man þegar við systurnar urðum vinsælastar í hverfinu yfir nótt því við áttum videotæki. Man eftir Rainbow Bright og hestinum hennar. Man eftir Lady Lovely Locks, He-Man og She-Ra og ég man svo sannarlega eftir Transformers.

Sem tekur okkur aftur að fréttinni. Ég ætla svoo að sjá Transformers.

P.S. Ég man samt ekki hvað þetta níunda-ártugs-lag heitir, þó svo ég fái það með reglulegu millibili á heilann:

"....Í huga minn,
þar komst þú inn,
settist þar að,
ég hjarta mitt þér gaf.
Ég hafði leitað þín í hundrað þúsund ár......"

Anybody???


mbl.is Harry Potter vinsælastur í kvikmyndahúsum vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli ég sendi honum ekki kveðju, blessuðum

Kim Jong Il er líklega ekki í góðu skapi núna. Vona að hann fari nú ekki að sprengja neinn í fýlu sinni. Hvernig ætli veðrið sé annars hjá þeim?
mbl.is Norður-Kórea staðfestir lokun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, þau hækkuðu bara ekki neitt!

Það er fjórði júlí, sem er nota bene þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna, og þar af leiðandi voru allir markaðir USA lokaðir í dag. Enda var nákvæmlega sömu tölum gert hátt undir höfði í gær, þegar gildi fréttarinnar var ívið meira.
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

39 dagar

Eftir 39 daga hefst ævintýri mitt. Í raun mætti deila um hvort það hefjist deginum áður, það er þegar ég fer af landi brott og held til Kína, en ég verð ekki mætt til Xi'an fyrr en 11. ágúst og þá, að mínu mati, hefst gleðin fyrir alvöru. Það er svo skrítið að núna er það mér afar raunverulegt að ég muni ekki vera á frónni í 3,5 mánuði, en þar sem ég hef ekki hugmynd um hvað ég er að fara út í þá er verustaður minn þennan tíma algerlega óraunverulegur. Með öðrum orðum ég núna sérlega meðvituð um komandi fjarveru mína en hef enga tilfinningu fyrir veru minni þennan sama tíma. Þá eru sumsé þessi nákvæmlega sömu ca.100 dagar bæði ofur-raunverulegir og ó-raunverulegir á sama tíma. Þetta er mögnuð pæling. Ætli það sé hægt að orða hana á fleiri vegu?

Er fólk svona ósjálfbjarga?

Ég hef margoft keypt flugmiða á netinu og svonalagað hefur aldrei vafist fyrir mér. Ef fólk kann ekki betur en svo á netið þá ætti það kannski bara að fara á skrifstofuna eða kaupa í gegnum síma. Af hverju þarf að mata fólk svona rosalega? Fólk hlítur að geta bjargað sér betur en svo upp á eigin spítur að það þurfi að setja hvern einast greiðslulið fram með ritgerð um tilgang hans, kosti og galla. Auk þess finnst mér sem þessi hugmynd, allavega út frá þessari frétt, muni gera síðurnar ónotendavænni fyrir vikið með því að viðskiptavinurinn, t.d. ég, þarf að hafa sérstaklega mikið fyrir því að kaupa sér þessa aukaþjónustu í stað þess að haka við einn reit.
Ég er hætt. Þetta pirrar mig bara.
mbl.is Talsmaður neytenda vill að flugfélög breyti bókunarsíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki mikil hætta á ferð, nema kannski fyrir sætið.

Eins og fleiri hafa þegar bloggað um þá er ekki hægt að opna hurðarnar á flugvélum þegar þær eru í flugi. En það er samt hægt að búa til æsifrétt úr þessari vesælu tilraun, sem er frekar skondið. Ég yrði samt ekki hissa ef önnur svona frétt birtist 8. eða 9. ágúst: "Ung Íslenska kona trylltist í flugvél á leið til Beijing" - ég snælduvitlaus, komin með heimþrá eftir aðeins nokkra klukkutíma. Hins vegar líður mér svo vel í flugvélum að ég hugsa að ég muni hrjóta af mér allt flugið frekar en að stressast öll upp. Það verður kannski smá taugafiðringur í fyrstu vélinni, frá Íslandi, að horfa á landið sitt hverfa vitandi það að ég mun ekki sjá það aftur (né nokkurn á því) í marga mánuði.

Jæja, ég er kannski komin með smá stress í taugarnar eftir allt.


mbl.is Óður farþegi reyndi að opna neyðarútgang á flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hah, frábært!

Ég hugsa að ég mundi hrökkva í kút ef ég lenti í þessu. Maður á alltaf von á kríum í sveitinni, en þrestir í stórborg?
mbl.is Svartþrestir gera loftárásir á vegfarendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband