Þjóðinni til skammar!

Þetta er gjörsamlega óúthugsað og illa ígrundað - með öðrum orðum verulega heimskulegt - athæfi. Við vitum öll að forseti Íslands hefur sama sem engin völd, svo ekki geta þessir menn búist við því að fá neinu framgengt með því að angra hann.
Þar af leiðandi verð ég að draga þá ályktun að þessum barnaskap sé beint að Abbas. Ekki veit ég þó alveg hvað þeir telja hann geta gert heldur. Hugsa líka að niðrandi og fordómafull hegðun eins og þetta fáránlega höfuðfat sem einn er með á myndinni, sé ekki til að hjálpa málstaðnum.

Af hverju í ósköpunum hækka þeir ekki bara verðskrána, eins og allir aðrir gera þegar hráefnin hækka, smb. hveiti eða grjón, þá hækkar verð á veitingastöðum.

Í öllum bænum hættið nú að vera sjálfum ykkur og þjóðinni til skammar!


mbl.is Bílstjórar stefna að Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HEYR HEYR!

styrmir Hansson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 12:56

2 identicon

Ég kem nú ekki auga á að það sé neitt skammarlegt fyrir þjóðina eða aðra í þessu.

Glanni (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 13:38

3 identicon

Þá hlýtur þú að vera blindur.

Styrmir Hansson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 14:12

4 identicon

Þú ert nú bara til skammar verð ég að segja :S

Þú gerir þér ekki grein fyrir að það er ekkert hækka verðskrána eins og í bónus sko, flestir margir verktakar eru með verk í gangi sem þeir buðu í meðan að olíulíterinn var lægri þannig væri fínt að hugsa fyrst og blaðra svo.... 

Guðmundur Karl Magnússon (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 20:53

5 identicon

Guðmundur minn, þegar bensínverð er jafn flöktandi og það hefur verið undanfarið hálft ár þá tekur þú ekki að þér verkefni með það að leiðarljósi að bensínverð verði það sama næstu 6 mánuði sem verkið fer fram. Ef vörubílstjórar gera það þá eru þeir að stunda áhættuviðskipti. Þeir hefðu átt að sjá það fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu færi í $120 á tunnu fyrir sumarið og gera ráðstafanir hvað það varðar, altso að hækka gjaldið sem því nemur ti sem þeir taka fyrir verkið, ergo áhættustjórnun. Eða, að gera birgðasamning við olíufyrirtækið með ákveðið verð í huga.

Styrmir Hansson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband