update #6

Nú eru öll próf búin í þessu æfingaferli og er ég orðin flughæf á A330-200, A340-300,500&600, A320-200 og A319-100. Þetta var stíft prógram og það er ekki búið þótt SEP hlutanum sé loksins lokið. Í gær fengum við búningana okkar og í dag var allur dagurinn tileinkaður viðhaldi og reglum varðandi búningnn sem og almennt um útlitsreglur svosem förðun, skart, hár og annað. Einnig var enn og aftur meningarfræðsla, en mig er farið að gruna að þau hafi slæma reynslu af fyrri áhöfnum varðandi það að virða bæði menningu landsins sem við búum í, sem og menningu samstarfsfólksins, en það eru yfir 90 mismunandi þjóðerni innan áhafnarflotans.

Í tilefni af því að ljúka SEP hlutanum og því að fá loks fínu búningana okkar ákváðum nokkrar okkar að fara út að borða í gær. Við fórum á steikhús og ég fékk mér ægilega gott lambalæri. Það var náttúrulega ekkert í líkingu við það sem ég fæ hjá múttunni minni, en það var samt mjög gott.

Eftir tíma í dag gerði ég mér svo loks ferð í hinn enda bæjarins til að sækja um íbúðarhúsnæði. Ég var svo uppgefin að ég gleymdi alveg hvað það var sem ég ætlaði að taka fram í sérþörfunum. Ég vona bara að þetta fari allt saman á besta veg samt sem áður.

Jæja, fyrir þá sem það snertir þá ætla ég að setja inn nokkrar myndir snöggvst, ég sendi ykkur link á þær.

Kús og kossar :o*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband