update #7

Helgin var frábær. Ég svaf úr mér alla þreytuna frá síðustu viku, en auk þess fórum ég og Ursula í Emirates Palace og sáum sýningu með verkum eftir Picasso. Það var alveg frábært. Ekki það að Emirates Palace er nú alveg ferðarinnar virði jafnvel þegar engin sýning er í gangi. Picasso_High_Resolution 442 x 590 Laugardeginum eyddi ég svo á kaffihúsi með bók í hönd, og gleymdi mér svo stórkostlega að ég fór allt of seint heim og er því hrikalega lúin í dag eftir of lítinn svefn þrátt fyrir góðu hvíldina á föstudaginn. Í dag var ég meira og minna með hroll, gæsahúð, flökureika og kaldan svita þar sem rætt var óþarflega mikið um ÆÐAR og við látin taka púlsinn á okkur sjálfum og svo á sessunautum okkar. Ég er alvarlega að velta því fyrir mér hvort til séu geðlyf handa mér við þessari fóbíu, því þessi vika var rétt að byrja og ég er nokkuð viss um að æðar muni koma oftar við sögu þar sem um skyndihjálparnámskeið er að ræða. Jæja, nú er ég búin að veita sjálfri mér alveg nóga klígju með þessari upprifjun á deginum svo ég verð að dreifa huganum með bók svo ég geti sofnað á eftir. Þar til næst...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þú hafir átt frábæra helgi og getað náð úr þér prófþreytunni, nú vonum við bara að það verði ekki mikið meira minnst á æðar í skyndihjálpanámskeiðinu...ótrúleg þessi æða-fóbía þín ;-)

Guðjón biður að heilsa og mútta líka

knús, Rebekka

Rebekka (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband