update #8

Þetta hefur verið ótrúega skemmtileg vika. Við lærðum að fást við ólíklegustu hluri, til að mynda fæðingu, heilablóðfall, hluti fasta í auga, bruna, lost, dauða um borð og svo framvegis og svo framvegis. Við skiptumst á að leika fórnarlömb annars vegar og að æfa nýfengna kunnáttu okkar sem flugfreyjur hins vegar. Þetta var gríðarega fróðlegt og virkilega gott að vita að maður hafi þetta á bak við eyrað ef eitthvað kemur upp á, en mikið ofsalega vona ég samt að ég muni aldrei nokkurn tíman þurfa að nýta mér þetta.
æ æ ó ó Á meðfylgjandi mynd er ég að leika móðursjúka systur óléttrar konu sem var verið að "hjartastuða". Þrjár stelpur í bekknum voru sendar fram og á meðan útbjó kennarinn smá atburðarás sem var þannig að ég og æfinga-plast-konan erum systur sem tölum bara íslensku en ekki orð í ensku. "Systir" mín fær sumsé hjartastopp og það þarf að þjófstarta henni. Þar sem þetta var í fyrsta skipti sem kennarinn kynnti svona auka vandræði eins og tungumálaörðugleika inn í þjálfunina kom það stelpunum verulega á óvart þegar ég byrjaði að hrópa og kalla á gamla góða hrognamálinu okkar, en þær voru fljótar að koma til og stóðu sig eins og hetjur. Ég var nú bara nokkuð góð í mínu hlutverki líka, þótt ég segi sjálf frá ;o)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

staðið þig með prýði er ég viss um   

Íris , 10.7.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband