Þetta

var rosalegur jarðskjálfti! Og það er von á meira fjöri samkvæmt Alamannavörnum...

...


Ég skammast mín fyrir landa mína 2.hluti

Á fimmtudaginn síðasta fór ég ásamt breskum vinum mínum á kaffihús hér í bæ. Báðir vinir mínir reykja svo þegar kom að því að sinna þeim þörfum fór ég út með þeim. Þarna stöndum við fyrir utan og spjöllum saman (á ensku, óhjákvæmilega) þegar Íslendingur, sem taldi okkur öll vera Breta, fór að hreyta skít í okkur kalla okkur öllum illum nöfnum. Þegar ég tilkynnti honum að ég væri Íslendingur og að hann væri kannski sá sem ætti frekar skilið fúkyrðin fyrir þessa framkomu, snérist uppátækið í það að kalla mig útlendingasleikju og annað í þeim dúr. Það einkennilegasta var þó að hann hélt áfram dónaskapnum á ensku, þrátt fyrir að ég svaraði honum á móðurmálinu, en talaði svo íslensku við félaga sína.

Svona fólk á bara að halda sig innandyra og stunda smá naflaskoðun áður en það fer út í siðmenninguna.

einnig: Ó-skemmtilegt nokk að annar þessara vina minna er einmitt sami einstaklingur og ég sagði frá í fyrri dæmisögu minni um útlendingahatur á Íslandi.


BÚIN!!!

Jæja þá er ég loks búin að skila inn síðasta verkefni annarinnar. Auk þess hef ég lagt inn kvörtun til deildainnar vegna ákveðins kennara. Þá fór ég á kaffifund með vinkonu minni, nokkurs konar kveðjufund þar sem hún er að fara heim til Bretlands. Og nú er ég að undirbúa Evróvisjón gleði.
Sumsé afkastamikill dagur.

ég skammast mín fyrir landa mína

Breskur vinur minn sagði mér fyrir stuttu frá hryllilega vandræðalegu atviki sem hann varð vitni/þátttakandi að. Þannig var að hann var staddur á veitingahúsi í Reykjavík og hafði einmitt rekist á nokkra breska túrista þar inni sem sátu saman í hóp og spjölluðu yfir drykkjum. Skyndilega ræðst íslenskur maður að þeim með stól öskrandi að hann hati þessa hel¥ı|°©®∂©|∆ útlendinga og að þau eigi að drulla sér í burtu. Sem betur fer er vinur minn sterkbyggður og náði að grípa stólinn áður en hann small á andliti eins túristans. Fólkið varð, eðlilega, dauðskelkað og botnaði ekkert í því hvað hafði gerst eða hvað ofbeldismanninum gekk til með þessu.
Ég get rétt ímyndað mér hversu góð landkynning þessi einstaklingur hefur verið og hversu ákaft þetta fólk vill koma hingað aftur eða mæla með Íslandi sem góðum áfangastað fyrir vini sína.

Já, það er skammarlegt ástand á Íslendingum þessa dagana. Því eins og einn kunningi minn sagði að þá eru það ekki útlendingar sem taka frá okkur íslensku menninguna okkar, það erum við sem glötum henni upp á eigin spýtur. Ef við viljum vera vaxandi afl í heiminum þá þurfum við að vera alþjóðavædd, en það þýðir alls ekki að við getum ekki verið Íslendingar með íslenksa menningu á sama tíma. Það er okkar að finna jafnvægið og samhljóminn í þessu tvennu. Það er okkar að viðhalda menningunni og það hefur ekkert með það að gera hvort það eru innflytjendur, erlent vinnuafl - nú eða túristar - á landinu, enda eru þau ekki barnfæddir Íslendingar og það er því ekki undir þeim komið að viðhalda okkar menningu.

Þetta eru mínir fimm aurar í bili. Gæti haldið endalaust áfram með umræðuefnið þar sem mér finnst fátt eins óþolandi og illa upplýst eins og kenna alltaf öðrum um í stað þess að byrja á því að líta í eigin barm og sjá hvaða sök liggur þar og hvernig má laga hana.
Jæja, ég er hætt og ætla að halda áfram með ritgerðina mína núna.


mbl.is Götur miðborgar þaktar áróðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er forfallin kisukona

 

 

 


Síðasta prófið

er á morgun. Er búin að marinerast vel í amerískrí nítjándualdarbókmenntasósu síðustu daga og líður eins og ég eigi að flétta hárið á mér í krans og klæðast mússulínskjól í tilefni morgundagsins. En ég á ekki mússulínskjól. Og hárið á mér er ekki nógu sítt til að flétta í krans. Þannig að ég verð bara að vera í pólíesterkjól og með tagl.

Heyrðu, gangi mér vel!

Já, takk kærlega fyrir það!

Það var lítið.


Frumkvöðull og fyrirmynd!

Hanadi Zakariya Hindi er kjarnakona. Hún er ekki bara ein af fáum kven-flugmönnum Arabaheimsins heldur er hún hvorki meira né minna en flugstjóri - og rúsínan í pylsuendanum: Hún er Saudi-Arabísk, en lögin þar í landi meina konum að keyra bíla!

Þannig að svo virðist sem frk Zakariya Hindi hafi fundið glufu í kerfinu, og þótt hún megi ekki taka bílpróf gerði hún svo margt um betur! Þessi kona er fyrirmynd samlanda sinna og vonandi einn steinn í götuna í átt að bættum mannréttindum í Saudi-Arabíu.

Þess má til gamans geta að á útskriftardaginn hennar sem flugmaður var hún heiðruð af prins Alwaleed ibn Talal í viðurvist stoltra foreldra sinna. Prinsinn er formaður KHC en fyrirtækið styrkti nám hennar.

“If there is any Saudi lady who is interested in the field of aeronautics or becoming a pilot then I extend her an open invitation to call me. I will fully underwrite any such undertaking from A to Z,” sagði Alwaleed ibn Talal við þetta hátíðlega tilefni og bætti við, “I believe that Saudi women are as capable, if not more capable than their male counterparts.”

Heyr, heyr!  

hindi24_

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Myndin er fengin hér.


Nú er bara að festa kaup á einum svona

images

 

 

 

 

 

Þá er olían úr sögunni.

 

Hér er svo greinin um fararskjótinn góða.


mbl.is Olíuverð í hæstu hæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ég hugsa

að ég fái seint leið á þessu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband