Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ég skammast mín fyrir landa mína 2.hluti

Á fimmtudaginn síðasta fór ég ásamt breskum vinum mínum á kaffihús hér í bæ. Báðir vinir mínir reykja svo þegar kom að því að sinna þeim þörfum fór ég út með þeim. Þarna stöndum við fyrir utan og spjöllum saman (á ensku, óhjákvæmilega) þegar Íslendingur, sem taldi okkur öll vera Breta, fór að hreyta skít í okkur kalla okkur öllum illum nöfnum. Þegar ég tilkynnti honum að ég væri Íslendingur og að hann væri kannski sá sem ætti frekar skilið fúkyrðin fyrir þessa framkomu, snérist uppátækið í það að kalla mig útlendingasleikju og annað í þeim dúr. Það einkennilegasta var þó að hann hélt áfram dónaskapnum á ensku, þrátt fyrir að ég svaraði honum á móðurmálinu, en talaði svo íslensku við félaga sína.

Svona fólk á bara að halda sig innandyra og stunda smá naflaskoðun áður en það fer út í siðmenninguna.

einnig: Ó-skemmtilegt nokk að annar þessara vina minna er einmitt sami einstaklingur og ég sagði frá í fyrri dæmisögu minni um útlendingahatur á Íslandi.


ég skammast mín fyrir landa mína

Breskur vinur minn sagði mér fyrir stuttu frá hryllilega vandræðalegu atviki sem hann varð vitni/þátttakandi að. Þannig var að hann var staddur á veitingahúsi í Reykjavík og hafði einmitt rekist á nokkra breska túrista þar inni sem sátu saman í hóp og spjölluðu yfir drykkjum. Skyndilega ræðst íslenskur maður að þeim með stól öskrandi að hann hati þessa hel¥ı|°©®∂©|∆ útlendinga og að þau eigi að drulla sér í burtu. Sem betur fer er vinur minn sterkbyggður og náði að grípa stólinn áður en hann small á andliti eins túristans. Fólkið varð, eðlilega, dauðskelkað og botnaði ekkert í því hvað hafði gerst eða hvað ofbeldismanninum gekk til með þessu.
Ég get rétt ímyndað mér hversu góð landkynning þessi einstaklingur hefur verið og hversu ákaft þetta fólk vill koma hingað aftur eða mæla með Íslandi sem góðum áfangastað fyrir vini sína.

Já, það er skammarlegt ástand á Íslendingum þessa dagana. Því eins og einn kunningi minn sagði að þá eru það ekki útlendingar sem taka frá okkur íslensku menninguna okkar, það erum við sem glötum henni upp á eigin spýtur. Ef við viljum vera vaxandi afl í heiminum þá þurfum við að vera alþjóðavædd, en það þýðir alls ekki að við getum ekki verið Íslendingar með íslenksa menningu á sama tíma. Það er okkar að finna jafnvægið og samhljóminn í þessu tvennu. Það er okkar að viðhalda menningunni og það hefur ekkert með það að gera hvort það eru innflytjendur, erlent vinnuafl - nú eða túristar - á landinu, enda eru þau ekki barnfæddir Íslendingar og það er því ekki undir þeim komið að viðhalda okkar menningu.

Þetta eru mínir fimm aurar í bili. Gæti haldið endalaust áfram með umræðuefnið þar sem mér finnst fátt eins óþolandi og illa upplýst eins og kenna alltaf öðrum um í stað þess að byrja á því að líta í eigin barm og sjá hvaða sök liggur þar og hvernig má laga hana.
Jæja, ég er hætt og ætla að halda áfram með ritgerðina mína núna.


mbl.is Götur miðborgar þaktar áróðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...

http://www.youtube.com/watch?v=vuBo4E77ZXo

Þjóðinni til skammar!

Þetta er gjörsamlega óúthugsað og illa ígrundað - með öðrum orðum verulega heimskulegt - athæfi. Við vitum öll að forseti Íslands hefur sama sem engin völd, svo ekki geta þessir menn búist við því að fá neinu framgengt með því að angra hann.
Þar af leiðandi verð ég að draga þá ályktun að þessum barnaskap sé beint að Abbas. Ekki veit ég þó alveg hvað þeir telja hann geta gert heldur. Hugsa líka að niðrandi og fordómafull hegðun eins og þetta fáránlega höfuðfat sem einn er með á myndinni, sé ekki til að hjálpa málstaðnum.

Af hverju í ósköpunum hækka þeir ekki bara verðskrána, eins og allir aðrir gera þegar hráefnin hækka, smb. hveiti eða grjón, þá hækkar verð á veitingastöðum.

Í öllum bænum hættið nú að vera sjálfum ykkur og þjóðinni til skammar!


mbl.is Bílstjórar stefna að Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna hér

Ég segi nú ekki annað.
mbl.is Utanríkisráðherra: Glufa opin í Mið-Austurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli ég sendi honum ekki kveðju, blessuðum

Kim Jong Il er líklega ekki í góðu skapi núna. Vona að hann fari nú ekki að sprengja neinn í fýlu sinni. Hvernig ætli veðrið sé annars hjá þeim?
mbl.is Norður-Kórea staðfestir lokun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband