Sá aldrei rottur þegar ég bjó í Xi'an

En ég sá hins vegar fullt af kisum. Kannski, bara kannski, voru þetta alls ekki kettir eftir allt.

Hins vegar nefnir fréttin tvær borgir, annars vegar Fuzhou og hins vegar Xi'an. Þannig að ég get enn leyft mér að vona að kisurnar sem ég gaf stundum gott í gogginn hafi vissulega verið kisur.


mbl.is Risarotta í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sá sem fangaði rottuna hét Xian

Lára (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 20:37

2 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Mikið rétt Lára; stundum væri betra fyrir mig að lesa aðeins hægar. Það er svo erfitt að vera bara kona. Sá bara orðið Xian og gerði ráð fyrir því að um væri að ræða borgina Xi'an. Þetta er ástæðan fyrir því að við konur verðum að gifta okkur - svo að það sé einhver sem geti haft vit fyrir okkur.

En þrátt fyrir það að þessi rotta hafi verið hvergi nærri borginni Xi'an, þá vona ég samt sem áður að þetta hafi verið kettir sem ég kjassaði á götunni. Maður veit nefnilega aldrei.

Fríða Rakel Kaaber, 24.2.2009 kl. 01:39

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég hef séð VALDAROTTUR sem eru helmingi stærri en þetta hér á íslandi

Brynjar Jóhannsson, 24.2.2009 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband